sunnudagur, september 16, 2007
Gamlar fjallamyndir
Ég elska að skoða gamlar fjallamyndir. Stebbi, maður tvíburans hennar mömmu, er nýbúinn að setja upp ferðasíðu. Hér sýnir hann myndir af Hnjúknum með 20 ára millibili, í fljótu bragði virðist ekki vera svo mikil breyting. Þó hann hafi lækkað um staðfesta 8 metra.
Hér eru nokkrar myndir af síðunni hans. Getið klikkað á myndirnar til að sjá þær stærri.



Hér er hann í fyrsta skipti á Hnjúknum árið 1986 með FBSR


Hér er hann með mér á toppnum 21 ári síðar.


Bíddu er þetta á sólarströnd, stemmarinn er þannig.



Á niðurleið 1986, þetta sér maður reyndar ekki í dag þegar maður fer af toppnum.

Hér er hægt að sjá myndir af ferðum á Hnjúkinn með 20 ára millibili.

|

Síður

björk