sunnudagur, maí 20, 2007
Vatnajökull
Fór á suðvesturhluta Vatnajökuls um helgina, labbaði uppá Geirvötur og skíðaði niður, labbaði uppá Hágöngur og skíðaði niður, labbaði uppá Hágöngur og skíðaði niður, labbaði uppá Hágöngur og skíðaði niður og labbaði aftur uppá Hágöngur og skíðaði niður. Það var gaman. Krúsuðum síðan aðeins um jökulinn. Ég bjó til sveppasósu í fyrsta skiptið. Í morgun labbaði ég síðan uppá Kerlingu en þar var enginn snjór svo ég labbaði niður.
Það var sól og blíða.
Ég tók loksins með mér myndavél en þá gleymdi ég batteríinu heima í hleðslutækinu.

Nýju fjallaskíðin mín eru mega og megagaman

|

Síður

björk