þriðjudagur, júlí 17, 2007
Dorgað
Ég tók þáttí dorgkeppni 13 ára og eldri á Suðureyri á laugardaginn, svokallaðri Mansakeppni. Ég og Helga tókum þátt og var þetta voða keppnis hjá okkur, æsingur og gaman. Helga veiddi þrjá og ég tvo, en enga Mansa (marhnúta) en maður varð að veiða svoleiðis til að eiga möguleika á því að vinna. Vorum ekki með veiðistangir svo Eiríkur, Helga og Þrúða bjuggu bara til veiðarfæri.

Bíðum spenntar eftir að blásið verði til keppni

Helga með ufsa


Ég með pínkulítinn ufsa


Þetta var ekkert smá skemmtileg ferð til þeirra á Ísafjörð, setti smá um klifrið hér.

það er geðveikt erfitt að búa einn þegar maður kann ekki að laga hluti. Á sunnudagskvöldið var ég að fara að sofa og ætlaði að laga eitthvað helvítis sírennsli í klósettinu. Í brussuskap mínum braut ég eitthvað stykki og bjó til risagosbrunn uppúr klósettinu, þetta var enginn smá kraftur. Þarna stóð ég rennandi blaut og sá fram á mikinn vatnsleka í íbúðinni... og hvað er náttúrulega það fyrsta sem maður gerir. Maður hringir í pabba sinn kl. 01 um nótt og skipar honum að koma keyrandi niðrí miðbæ úr Breiðholtinu. Hann var á leiðinni í björgunaraðgerðir þegar mér tókst að skrúfa fyrir vatnið.

|

Síður

björk