föstudagur, júlí 13, 2007
Til hvers að keyra þegar maður getur flogið?
Er í helgarfríi númer tvö síðan 2. júní núna. Flaug hingað beint frá Kárahnjúkum og flýg til Reykjavíkur á morgun og aftur á Kárahnjúka á mánudagsmorgun.
Er að heimsækja Helgu, Eirík og Örnu Karítas, og já köttinn Sóley. Ég og Eiríkur klifruðum eina tveggja spanna leið í Sauratindum í gær. Leiðin kallast víst Primonoche og gekk þetta bara svona ljómandi. Ég og Helga kíktum síðan í sund á Suðureyri í rjómablíðu.
Núna er ég að hanga, heimasæturnar sofa vært og Sóley er í legnámi. Ætlum að kíkja í miðbæinn á eftir (þar er víst nornabúð) og í meira klifur í kvöld. Það væri ljúft ef allir dagar væru svona.
Mjög gaman hér.

|

Síður

björk