þriðjudagur, september 11, 2007
Áhuginn fyrir þessari síðu er eitthvað að minnka. Man ekki hvenær áskriftin rennur út en efast um að ég endurnýji hana.

Loksins eitthvað að gerast í þessum íbúðarmálum mínum. Búin að kaupa nýja eldúsinnréttingu og bera hana inná stofugólf. Byrjuð að taka hina niður... búin að skrúfa 5 hurðir af, komst ekki lengra. Hugsa að ég ráði bara smið í þetta, lítið hægt að gera þegar maður er aldrei í Reykjavík og já kann þetta ekki.

Er eiginlega búin að kaupa bíl, hann er samt beinskiptur. Þannig að ég þarf að læra allar leiðir í Reykjavík án þess að þurfa að taka vinstribeygju og taka af stað í brekku á ljósum.

Verð alkomin til Reykjavíkur um mánaðarmótin.

Fór í klippingu á fimmtudaginn, rústaði samt hárinu mínu smá þegar ég lenti í nærrum dauðareynslu (ok kannski ekki alveg) þegar ég var að síga 120 m niður í helli. Ég festi fokking hárið í áttunni, ég veit, þetta gerist bara fyrir mig! Þurfti að rífa það úr! Þeir skilja sem skilja. Kennir mér að ganga almennilega frá hárinu áður en farið er í svona svaðilfarir.

|

Síður

björk