sunnudagur, maí 04, 2008
Já það kom að því að partýið var haldið.
Óplanað, Dúfnahólar 10 stemmning. Þekkti svona 5 prósent sem mættu, helt niður útum allt, matarleyfum kastað útum allt og ælt! Held að meðalaldurinn hafi samt aldrei verið eins hár í partýi sem ég held.

Reyndi við Hnjúkinn þarsíðustu helgi (26. apríl), þurftum að snúa við í 1400 metrum. Löbbuðum upp ca 700 metra daginn eftir til að skíða niður skemmtilega brekku. Fór með hóp uppá Hnjúkinn á fimmtudaginn í frábæru veðri og aftur uppá Heklu í gær en þurftum að snúa við þegar það voru 300 m hækkun eftir. Svaf samtals svona 10 tíma á þremur dögum. Í nótt svaf ég í 14 tíma!

|

Síður

björk