sunnudagur, ágúst 17, 2008
Sumarið að verða búið
Þessi síða virðist vera alveg dauð. Prófa að skrifa og athuga hvort einhver kíki hérna inn.

Sumarið svona alveg að verða búið, finnst ég ekki búin að gera neitt! Fór reyndar á Þumal, Klifraði 1x fyrir norðan og búin að fara í eina 4daga ferð austur á Hnappavelli. Fór á ættarmót og spilaði mýrarbolta á Ísafirði um verslunarmannahelgina. Síðan búin að fara í 3 brúðkaup og taka þátt í einni gæsun.
Finnst bara nokkuð fínt að það sé að koma vetur.
Er bara búin að taka 3 frídaga í sumar, annars bara búin að vera að vinna. Á eitthvað voðalega lítið af fríi.

Það var brotist inní bílinn minn á föstudaginn. Örugglega svona amk 100 þús tjón. Hliðarrúða brotin. Dúnúlpa, skelin -> jakki og buxur, softshell jakki, göngubuxur, sundföt, bakpoki, svefnpoki, camperskór og leðurjakki. Þetta er svona það sem að ég man í fljótu bragði.
Er orðin svo þreytt á þessu ólánsama fólki hér í miðbænum. Þar sem maður vinnur og býr í miðbænum þá sitja þau stanslaust um mann. Sitja á bekkjum í bankastrætinu á morgnanna, fyrir utan 10-11 eða á austurstræti í hádeginu og oft að sniglast hér í kringum húsið á kvöldin að leita af náttstað.
Nú segja einhverjir, "þú valdir að búa í miðbænum". Þetta á samt ekki að vera svona, maður á að geta búið og gengið óáreittur um götur bæjarins. Það að maður verði fyrir áreiti á nánast hverjum einasta degi er þreytt. Hef séð þetta ólánsama fólk sparka í vegfarendur og haft í hótunum. Ég hef aldrei séð lögregluna hafa afskipti af þeim. En auðvitað á að líta á þetta sem félagslegt vandamál en ekki vandamál lögreglunnar. En er eitthvað verið að gera?

Búin að vinna smá í íbúðinni á síðustu misserum. Rafvirkinn kom og kláraði, keypti nokkur húsgögn og ljós í loftið. Búin að kaupa gardínur fyrir eldhúsið og stofuna þannig að nú fer þetta helsta að verða búið og íbúðin bara farin að líta held ég ágætlega út.

Félagsstörfin eru að byrja á nýjan leik eftir sumarfrí. Margt að gerast hjá Ísalp, Tindjallaskálinn fluttur í bæinn um síðustu helgi. Fyrsti stjórnarfundur HSSR í næstu viku og styttist í að nýjir nýliðar hefji störf með tilheyrandi námskeiðahaldi og kennslu.

Þessi síða varð 7 ára fyrir mánuði síðan. Skoðaði einhver gömul skrif fyrir nokkru síðan, það var fyndið!

|

Síður

björk