laugardagur, júlí 03, 2010
Rúmlega tveir mánuðir síðan að ég sleit líklega krossböndin þegar ég var að skíða fyrir norðan (1. maí) og ca mánuður síðan að ég hoppaði útúr þyrlu (20. maí) og rústaði liðþófanum. Afleiðingin á þessu öllu saman voru slitið fremra krossband, ytri liðþófinn rifnaði og beinmar.
Frá þyrluhoppinu er ég búin að fara uppá slysó, hitta bæklunarskurðlækni, fara í segulómun þar sem allur skaðinn kom í ljós. Í framhaldi af því fór ég í speglun þar sem um 2/3 af ytri liðþófanum var tekinn í burtu. Aðgerðin var 11. júní og það tekur um 4-6 vikur að jafna sig á henni.
Byrjaði í sjúkraþjálfun í síðustu viku og byrjaði að hjóla á mánudaginn í Laugum, fékk einni leyfi til að fara í skíðatæki en hnéð var mjög aumt eftir það og ég byrjaði að haltra aftur. Er núna í sjúkraþjálfun 2x í viku. Hnéð er enn bólgið, næ ekki að rétta alveg úr því og sárt að beygja það.
Planið er að æfa vel í sumar og styrkja vinstra hnéð og lærið. Í haust mun ég fara í krossbandaaðgerð þar sem krossbandið verður lagað.
Sumarið og allur næsti vetur mun sem sagt fara í þetta.

Magnað að tvö bara svona smádett skuli geta valdið svona miklum skaða og veseni. Líkt og sjúkraþjálfarinn sagði, "Djöfull varstu óheppin"

En þetta er ekki það versta sem getur komið fyrir mann.

|

Síður

björk