laugardagur, júlí 03, 2010
Rúmlega tveir mánuðir síðan að ég sleit líklega krossböndin þegar ég var að skíða fyrir norðan (1. maí) og ca mánuður síðan að ég hoppaði útúr þyrlu (20. maí) og rústaði liðþófanum. Afleiðingin á þessu öllu saman voru slitið fremra krossband, ytri liðþófinn rifnaði og beinmar.
Frá þyrluhoppinu er ég búin að fara uppá slysó, hitta bæklunarskurðlækni, fara í segulómun þar sem allur skaðinn kom í ljós. Í framhaldi af því fór ég í speglun þar sem um 2/3 af ytri liðþófanum var tekinn í burtu. Aðgerðin var 11. júní og það tekur um 4-6 vikur að jafna sig á henni.
Byrjaði í sjúkraþjálfun í síðustu viku og byrjaði að hjóla á mánudaginn í Laugum, fékk einni leyfi til að fara í skíðatæki en hnéð var mjög aumt eftir það og ég byrjaði að haltra aftur. Er núna í sjúkraþjálfun 2x í viku. Hnéð er enn bólgið, næ ekki að rétta alveg úr því og sárt að beygja það.
Planið er að æfa vel í sumar og styrkja vinstra hnéð og lærið. Í haust mun ég fara í krossbandaaðgerð þar sem krossbandið verður lagað.
Sumarið og allur næsti vetur mun sem sagt fara í þetta.

Magnað að tvö bara svona smádett skuli geta valdið svona miklum skaða og veseni. Líkt og sjúkraþjálfarinn sagði, "Djöfull varstu óheppin"

En þetta er ekki það versta sem getur komið fyrir mann.

|

föstudagur, október 09, 2009
Heli skiing

Iceland Heli-Ski from Phil marchand on Vimeo.


|

sunnudagur, ágúst 17, 2008
Sumarið að verða búið
Þessi síða virðist vera alveg dauð. Prófa að skrifa og athuga hvort einhver kíki hérna inn.

Sumarið svona alveg að verða búið, finnst ég ekki búin að gera neitt! Fór reyndar á Þumal, Klifraði 1x fyrir norðan og búin að fara í eina 4daga ferð austur á Hnappavelli. Fór á ættarmót og spilaði mýrarbolta á Ísafirði um verslunarmannahelgina. Síðan búin að fara í 3 brúðkaup og taka þátt í einni gæsun.
Finnst bara nokkuð fínt að það sé að koma vetur.
Er bara búin að taka 3 frídaga í sumar, annars bara búin að vera að vinna. Á eitthvað voðalega lítið af fríi.

Það var brotist inní bílinn minn á föstudaginn. Örugglega svona amk 100 þús tjón. Hliðarrúða brotin. Dúnúlpa, skelin -> jakki og buxur, softshell jakki, göngubuxur, sundföt, bakpoki, svefnpoki, camperskór og leðurjakki. Þetta er svona það sem að ég man í fljótu bragði.
Er orðin svo þreytt á þessu ólánsama fólki hér í miðbænum. Þar sem maður vinnur og býr í miðbænum þá sitja þau stanslaust um mann. Sitja á bekkjum í bankastrætinu á morgnanna, fyrir utan 10-11 eða á austurstræti í hádeginu og oft að sniglast hér í kringum húsið á kvöldin að leita af náttstað.
Nú segja einhverjir, "þú valdir að búa í miðbænum". Þetta á samt ekki að vera svona, maður á að geta búið og gengið óáreittur um götur bæjarins. Það að maður verði fyrir áreiti á nánast hverjum einasta degi er þreytt. Hef séð þetta ólánsama fólk sparka í vegfarendur og haft í hótunum. Ég hef aldrei séð lögregluna hafa afskipti af þeim. En auðvitað á að líta á þetta sem félagslegt vandamál en ekki vandamál lögreglunnar. En er eitthvað verið að gera?

Búin að vinna smá í íbúðinni á síðustu misserum. Rafvirkinn kom og kláraði, keypti nokkur húsgögn og ljós í loftið. Búin að kaupa gardínur fyrir eldhúsið og stofuna þannig að nú fer þetta helsta að verða búið og íbúðin bara farin að líta held ég ágætlega út.

Félagsstörfin eru að byrja á nýjan leik eftir sumarfrí. Margt að gerast hjá Ísalp, Tindjallaskálinn fluttur í bæinn um síðustu helgi. Fyrsti stjórnarfundur HSSR í næstu viku og styttist í að nýjir nýliðar hefji störf með tilheyrandi námskeiðahaldi og kennslu.

Þessi síða varð 7 ára fyrir mánuði síðan. Skoðaði einhver gömul skrif fyrir nokkru síðan, það var fyndið!

|

miðvikudagur, maí 07, 2008
Hnjúksmynd
Að pæla í skíðaleiðinni niður Svínafellsjökullinn sem verður að bíða betri tíma. En já útsýnið var flott.



Myndina tók starfsmaður Línuhönnunar.

|

sunnudagur, maí 04, 2008
Já það kom að því að partýið var haldið.
Óplanað, Dúfnahólar 10 stemmning. Þekkti svona 5 prósent sem mættu, helt niður útum allt, matarleyfum kastað útum allt og ælt! Held að meðalaldurinn hafi samt aldrei verið eins hár í partýi sem ég held.

Reyndi við Hnjúkinn þarsíðustu helgi (26. apríl), þurftum að snúa við í 1400 metrum. Löbbuðum upp ca 700 metra daginn eftir til að skíða niður skemmtilega brekku. Fór með hóp uppá Hnjúkinn á fimmtudaginn í frábæru veðri og aftur uppá Heklu í gær en þurftum að snúa við þegar það voru 300 m hækkun eftir. Svaf samtals svona 10 tíma á þremur dögum. Í nótt svaf ég í 14 tíma!

|

miðvikudagur, apríl 02, 2008
Já kannski eitt blogg hér.
Fór áðan og mamma lét mig fá potta. Hún spurði mig hvort ég vildi pönnu ég spurði hana hvað ég ætti að gera við pönnu. Hún sagði að ég ætti að nota hana til að elda. Ég sagði henni að ég eldaði aldrei. Hún sagði að það væri af því að ég ætti enga potta. Ég afþakkaði pönnuna en núna á ég potta. En ég borða samt aldrei soðinn mat.

Ég fór á Móskarðshnjúka um daginn það var gaman.
Ég fór á Heklu um daginn það var mjög gaman.
Fór á Ísafjörð um páskana það var mjög mjög gaman. Sveinborg tók svona fínar myndir.

Var að fatta að ég hef ekki enn haldið almennilegt partý síðan ég flutti inn, ekki einu sinni innflutningspartý. Ólíkt mér. Kannski matarboð.... niiiiii.


Flottar forsíður



|

laugardagur, febrúar 09, 2008
Blogg fyrir Bjarka
Nei ég fór ekki á skíði síðasta laugardag en ég er að fara á skíði á morgun, þ.e. laugardaginn 9 feb. Ég er að fara til Ítalíu í viku.

Skaust uppí HSSR áðan að ná í smá dót fyrir ferðina og endaði í smá útkalli. Shit hvað það var brjálað veður. Fórum að færa einhverjar flaggstangir á bensínstöð í Staðahverfinu. Ég stóð ekki í lappirnar og var á leið að fjúka útí buskann, Robbi þurfti að halda í mig og henda mér inní bíl. Skorsteinn datt síðan af 4 hæða húsi, ásamt nokkrum loftnetum og gervihnattadisk. Alveg ótrúlegt að þetta hafi lent akkúrat á eina 3m bilinu í allri götunni þar sem var enginn bíll eða fólk.

Ég er ekki byrjuð að pakka en það er bara venjulegt.

|

mánudagur, janúar 14, 2008
Á toppi Saxa

Ég, Kristín Martha og Sædís í Tindfjöllum síðasta laugardag.




|

Myndir
Búin að henda inn skíðamyndum á myndasíðuna, tvö albúm frá Bláfjöllum og eitt frá Eyjafjallajökli. Búin að vera nokkuð duglega að brúka skíðin undanfarið. Það vantar samt flottasta daginn þarna inn en hann var í Tindfjöllum á laugardaginn, dagarnir gerast vart flottari... jú kannski ef það væri meiri snjór!



Á Eyjafjallajökli 29. des

|

mánudagur, desember 24, 2007
Bleikur dagsins
Gjafirnar sem ég gef... eða flestar (fyrir utan þessar sameiginlegu).



GLEÐILEG JÓL



|

miðvikudagur, desember 19, 2007
Strákar
Strákar skilja ekki alltaf stelpur. Þeir skilja ekki að maður geti ekki híft sig upp á annarri hendinni á einni ísexi! Bara fatta það ekki, þvílíkur aumingi:)

|

mánudagur, desember 10, 2007
Skíði síðustu helgi, skíði þessa helgi, skíði næstu helgi!

Búin að kaupa mér myndavél fer kannski loksins að endurvekja myndasíðuna.

|

þriðjudagur, nóvember 27, 2007
Birta
Samskipti mín og heimilishundsins (hundur pabba og litlu systur minnar) hafa oft verð erfið. Einu skórnir sem hún étur eru mínir og hefur hún étið þá ófáa. Í gær kom hún í fyrsta skiptið heim til mín á Bergstaðastrætið. Hún labbaði inn hljóp einn hring í krinum íbúðina og skeit síðan á mitt gólfið!!!

Ég er samt alltaf mjög góð við þennan hund.

|

þriðjudagur, nóvember 06, 2007
Íbúð
Íbúðarmál ganga svona la la, þetta tekur allt sinn fáránlega tíma. Líka erfitt þegar maður sjálfur er upptekinn í svo mörgu öðru. En þetta er allt að koma, rafvirkinn á bara eftir að koma og klára og ég að mála og þá er hægt að henda upp eldhúsinnréttingunni, vonandi. Þetta er svo miklu meira vesen en ég hélt. En það sem búið er að gera, rífa niður innréttingu, rífa niður tvo veggi, byggja upp vegg, mála eitthvað, færa pípulagnir, færa raflagnir, flísaleggja... og já ég er búin að gera smá. Ég gleymdi náttúrulega að taka myndir af þessu öllu saman.
Ég vona að það verði hægt að flyta inn fyrir desember.


og ástæðan fyrir því að ég er að skrifa hér... ég ligg heima veik.

|

miðvikudagur, október 24, 2007
Ísland á útlensku
Luksus er töff blað sem er gefið 6x á ári í Danmörku og dreift frítt útum allt. Í síðasta blaði komu þeir til Íslands og tékkuðu á surfinu hérna og á eftir fylgir 66°N auglýsing. Þeir voru óheppnir á fimm dögum komu bara öldur einn daginn. Þrátt fyrir fáar öldur og dýrar pizzur þá er greinin samt á jákvæðu nótunum.



Merkilegt að Danirnir nái að halda úti svona öflugri útgáfu. Danski fjallaklúbburinn gefur líka reglulega út rit.

|

mánudagur, október 22, 2007
Yfirfallið - nýr foss
Já sumarið snérist dálítið um þetta.
Þetta er allt svo HUGE!





|

þriðjudagur, október 16, 2007
símanúmerahóra
Ný vinna og nýtt símanúmer, 8228913.

Held samt að þetta sé alveg glatað númer í gær var hringt 3x og spurt hvort þetta væri í Sundhöll Reykjavíkur.

Það er einhver helvítis klámhundur að ráðast á kommentakerfið í myndaalbúminu mínu.

|

sunnudagur, september 16, 2007
Gamlar fjallamyndir
Ég elska að skoða gamlar fjallamyndir. Stebbi, maður tvíburans hennar mömmu, er nýbúinn að setja upp ferðasíðu. Hér sýnir hann myndir af Hnjúknum með 20 ára millibili, í fljótu bragði virðist ekki vera svo mikil breyting. Þó hann hafi lækkað um staðfesta 8 metra.
Hér eru nokkrar myndir af síðunni hans. Getið klikkað á myndirnar til að sjá þær stærri.



Hér er hann í fyrsta skipti á Hnjúknum árið 1986 með FBSR


Hér er hann með mér á toppnum 21 ári síðar.


Bíddu er þetta á sólarströnd, stemmarinn er þannig.



Á niðurleið 1986, þetta sér maður reyndar ekki í dag þegar maður fer af toppnum.

Hér er hægt að sjá myndir af ferðum á Hnjúkinn með 20 ára millibili.

|

föstudagur, september 14, 2007
Þríhnjúkagígur
Fór í Þríhnjúkagíg síðasta laugardag. En hann er talinn vera stærsta hraunhvelfing í heimi og er 120 metrar á dýpt. Hallgrímskirkjuturn er 74,5 metrar á hæð. Við sigum niður í hellinn og júmmuðum okkur síðan upp, það tók smá á. Þetta er mjög flottur hellir.

Robbi tók svona fínar myndir


Sigið í hellinn


Gosrás, mjög spes


Einhver að koma sér upp


Fleiri myndir má sjá hér.

Annars skall veturinn á hér í gær. Gerði það nokkuð harkalega, brjálað rok og snjókoma.

|

þriðjudagur, september 11, 2007
Áhuginn fyrir þessari síðu er eitthvað að minnka. Man ekki hvenær áskriftin rennur út en efast um að ég endurnýji hana.

Loksins eitthvað að gerast í þessum íbúðarmálum mínum. Búin að kaupa nýja eldúsinnréttingu og bera hana inná stofugólf. Byrjuð að taka hina niður... búin að skrúfa 5 hurðir af, komst ekki lengra. Hugsa að ég ráði bara smið í þetta, lítið hægt að gera þegar maður er aldrei í Reykjavík og já kann þetta ekki.

Er eiginlega búin að kaupa bíl, hann er samt beinskiptur. Þannig að ég þarf að læra allar leiðir í Reykjavík án þess að þurfa að taka vinstribeygju og taka af stað í brekku á ljósum.

Verð alkomin til Reykjavíkur um mánaðarmótin.

Fór í klippingu á fimmtudaginn, rústaði samt hárinu mínu smá þegar ég lenti í nærrum dauðareynslu (ok kannski ekki alveg) þegar ég var að síga 120 m niður í helli. Ég festi fokking hárið í áttunni, ég veit, þetta gerist bara fyrir mig! Þurfti að rífa það úr! Þeir skilja sem skilja. Kennir mér að ganga almennilega frá hárinu áður en farið er í svona svaðilfarir.

|

mánudagur, september 03, 2007
Nýliðakynning HSSR
HSSR verður með kynningu fyrir þá sem hafa áhuga á því að starfa með sveitinni 11. september kl. 20. Hér má sjá kynningarbækling.



|

fimmtudagur, ágúst 30, 2007
Af danska alpaklúbbnum

Det ser ud til at planerne til Dansk Everest Ekspedition 2009 er i fuld gang med en gruppe internationale bjergbestigere... www.mad-dane.com. Interessant projekt. Hvor mange herinde fra skal med?

Fyndið, hljómar dálítið eins og hæ ég ætla á Esjuna í kvöld, hverjir vilja með?


Skrifaði þetta bara til að ná þessari ljótu mynd niður. Ég hef ekkert að segja.

|

þriðjudagur, ágúst 21, 2007
frí... aftur!
Búin að panta mér flug til Rvk á fös ætla að reyna að ná einni góðri helgi svona áður en haustið skellur á. Sumarið er búið að vera skrítið og forgangsröðunin einnig.

Sá annars þessa auglýsingamynd fyrir þetta skilti... spes!!


|

mánudagur, ágúst 20, 2007
Ísbjörn


|

föstudagur, ágúst 17, 2007
Fimleikar


Eva hoppar


Gæsin fékk kúlu á haus


Klifrað upp kaðal

Fimleikahetjur

|

þriðjudagur, ágúst 07, 2007
Rvk skal að vera á fös... verð allavega í 4 daga, kannski 5 eða 6... eða bara eitthvað.

|

fimmtudagur, ágúst 02, 2007
meeen
Ojjjjj glætan það er kominn ágúst! Það er ekki það sama að vera á fjöllum og vera á skrifstofu á fjöllum.

Hér fyrir austan var bjarkarskógur ruddur til að koma niður einhverjum kolefnistrjám! Fólk er fífl.

Eitthvað gott flipp. Eldhúsinnrétting og sófi eða heimsreisa! Eða ráða bryta.

|

miðvikudagur, ágúst 01, 2007
Potter
Ég er byrjuð að lesa bók um galdrastrák sem heitir Harry...... bók númer eitt!

|

mánudagur, júlí 30, 2007
Brúðkaup
Fór í brúðkaup á laugardaginn. Rósa og Halli giftu sig uppí Grímsnesi.


Voðafallegt


Hluti af MR-vinkonuhópnum.


|

þriðjudagur, júlí 17, 2007
Dorgað
Ég tók þáttí dorgkeppni 13 ára og eldri á Suðureyri á laugardaginn, svokallaðri Mansakeppni. Ég og Helga tókum þátt og var þetta voða keppnis hjá okkur, æsingur og gaman. Helga veiddi þrjá og ég tvo, en enga Mansa (marhnúta) en maður varð að veiða svoleiðis til að eiga möguleika á því að vinna. Vorum ekki með veiðistangir svo Eiríkur, Helga og Þrúða bjuggu bara til veiðarfæri.

Bíðum spenntar eftir að blásið verði til keppni

Helga með ufsa


Ég með pínkulítinn ufsa


Þetta var ekkert smá skemmtileg ferð til þeirra á Ísafjörð, setti smá um klifrið hér.

það er geðveikt erfitt að búa einn þegar maður kann ekki að laga hluti. Á sunnudagskvöldið var ég að fara að sofa og ætlaði að laga eitthvað helvítis sírennsli í klósettinu. Í brussuskap mínum braut ég eitthvað stykki og bjó til risagosbrunn uppúr klósettinu, þetta var enginn smá kraftur. Þarna stóð ég rennandi blaut og sá fram á mikinn vatnsleka í íbúðinni... og hvað er náttúrulega það fyrsta sem maður gerir. Maður hringir í pabba sinn kl. 01 um nótt og skipar honum að koma keyrandi niðrí miðbæ úr Breiðholtinu. Hann var á leiðinni í björgunaraðgerðir þegar mér tókst að skrúfa fyrir vatnið.

|

föstudagur, júlí 13, 2007
Til hvers að keyra þegar maður getur flogið?
Er í helgarfríi númer tvö síðan 2. júní núna. Flaug hingað beint frá Kárahnjúkum og flýg til Reykjavíkur á morgun og aftur á Kárahnjúka á mánudagsmorgun.
Er að heimsækja Helgu, Eirík og Örnu Karítas, og já köttinn Sóley. Ég og Eiríkur klifruðum eina tveggja spanna leið í Sauratindum í gær. Leiðin kallast víst Primonoche og gekk þetta bara svona ljómandi. Ég og Helga kíktum síðan í sund á Suðureyri í rjómablíðu.
Núna er ég að hanga, heimasæturnar sofa vært og Sóley er í legnámi. Ætlum að kíkja í miðbæinn á eftir (þar er víst nornabúð) og í meira klifur í kvöld. Það væri ljúft ef allir dagar væru svona.
Mjög gaman hér.

|

mánudagur, júlí 09, 2007
Fyrst
Í gær varð ég fyrsta manneskjan í heiminum, ásamt Leifi, að stíga fæti á nýja eyju. Sandfell varð sem sagt að eyju í gærkvöldi.

|

sunnudagur, júlí 08, 2007
Hart
Helstu klifursvæðin á Íslandi eru inná einkaeign. Það að fá að klifra á þessum svæðum og að bolta leiðir (bora inn festingar í klettinn) er gert með leyfi ágætra landeiganda og í raun ekkert sjálfsagt að fá að gera þetta.
Á einu klifursvæði í Noregi, Kanalen í Grimstad, hefur ákveðinn landeigandi sagt stopp. Ekki nóg með það að hann hefur bannað klifur í klettunum heldur hefur hann fyrirskipað að taka skuli alla bolta úr klettunum. Fyrsta leiðin þarna var boltuð árið 1990 og var þá boltað með leyfi þeirra landeiganda og hafa ca 80 leiðir verið boltaðar. Núverandi landeigandi keypti landið 1994 og sagði víst aldrei neitt fyrr en nú í maí.
Norskir klifrarar vilja meina að hann geti ekki tekið niður leiðir sem voru gerðar með leyfi fyrri eiganda og eru að vísa í einhver "friluftslivloven" sem er eitthvað um útivist og aðgengi fólks til þess. En einhvern veginn held ég að réttur landeiganda sé ansi sterkur og geti í raun gert það sem honum sýnist. Í raun líka alveg skiljanlegt að hann vilji ekki hafa haug af emjandi klifurum fyrir utan nýja húsið sem hann var að byggja og ætlar að flytja inní í sumar. En mikið skilur maður gremju klifraranna.

Held að þetta sé ágætis áminning um að ganga vel um íslensk klifursvæði, gera hlutina í samráði við landeigendur og haga sér vel. Það er nefnilega ekki úr svo mörgu að moða.


Klifrað í Kanalen


Góð saga!

|

föstudagur, júlí 06, 2007
Bleikur dagsins...
...bleikar klifurgammó.


Flott

|

Matur
Mötuneytismatur í öll mál getur orðið þreytandi. Magnað líka hvað fólkinu við hliðiná manni tekst að gera matinn girnilegri á disknum sínum. Þetta snýst allt um að raða honum rétt.

|

fimmtudagur, júlí 05, 2007
Detti
Skemmtilegt öskrið þegar hún dettur, fallið kúl veit ekki með öskrið.


|

laugardagur, júní 30, 2007
|

föstudagur, júní 29, 2007
Sólin
Nýkomin úr vikufríi. Fríið var gott enda hefur það verið þannig í sumar, þar sem ég er þar er sólin. Það var frost og snjór hér á fjöllum á meðan ég var í 20 stiga hita fyrir sunnan, í dag kom ég með sólina og hlýjuna austur. Ég er sólskinsbarn.

Ég notaði tækifærið og klifraði í fríinu. Fórum í stelpuferð.





Allar í hlýrabol, Sædís að klifra.


Stelpupartý; ég, Hrafnhildur, Berglind og Kristín Marta.


Berglind í Páskaliljum


Eldað á steini


Hvað er betra?


Minns í Örgustu snilld



|

þriðjudagur, júní 19, 2007
RVK
Reykjavík skal það vera annað kvöld, búin að vera hér í tvær vikur. Fór á fell í dag sem verður líklega eyja næst þegar ég kem, spes.

Það er ekki búið að rigna síðustu tvær vikur og í dag var ekki í fyrsta skiptið á þessum tveimur vikum 17 stiga hiti og sól. Spurning um að færa Reykjavík?

En næstu vikuna skal fara í klippingu, stússast í íbúð, klifra og ferðast, gaman.



|

föstudagur, júní 15, 2007
Hatarar
Ég get nú ekki sagt að ég sé mikið inní leikskólamálum landsins en mikið þoli ég ekki hvað Íslendingar eru miklir útlendingahatarar, sbr athugasemdir sem lesa má við þessa frétt.
Íslendingum finnst allt í lagi að vaða uppi alls staðar, sbr þeir þúsundir Íslendinga sem búa í Danmörku og finnst allt í lagi að fá alls konar bætur og styrki frá danska ríkinu. En nei Ísland skal vera fyrir Íslendinga, djöfull fer svona hugsanaháttur í taugarnar á mér.

Það er eins og Íslendingar upplifi sig aldrei sem útlending þegar þeir búa erlendis.

|

fimmtudagur, júní 14, 2007
Rakst á svona skemmtilegar myndir úr skíðaferð með HSSR á Vatnajökul um daginn.





Ég og Helgi uppá Geirvörtum.


Trausti og Baddi


Hágöngur skíðuðum 4x þarna niður.


Munur að hafa svona snjóbíl sem getur keyrt mann allavega hálfa leið upp.



Fleiri myndir hér

|

mánudagur, júní 11, 2007
Breytt plön
Planið í sumar var að gerast miðbæjarrotta og ferðast og leika mér um helgar, í formi klifurs, gönguferða, skíðaferða og þess háttar.
Nýja íbúðin mín mun standa tóm og auð og ég verð að vinna uppá Kárahnjúkum í allt sumar. Fæ frí á 10 daga fresti.
Samt alveg sátt, þetta verður bara öðruvísi.


|

miðvikudagur, júní 06, 2007
Myndir
Fór norður um síðustu helgi, þar var klifrað í góðu veðri, myndir undir myndir.

|

þriðjudagur, maí 29, 2007
Hola
Ég fór og hjálparði Sæunni á sunnudaginn að grafa holu. Þrjár stelpur, sól, nokkrir bjórar og ein 73 cm hola.
Sæunn gróf ein fjórar holur á laugardeginum ekkert smá dugleg.
Það þarf að grafa eina holu í viðbót og síðan náttúrulega að henda upp girðingunni.
Þetta er svona stelpuverkefni.
Gaman.

|

mánudagur, maí 28, 2007
Myndir
Nýjar myndir undir myndir hér til hægri.

Hvernig verðuru blindur á öðru auganum með því að labba uppá fjall?

Svona...




|

sunnudagur, maí 27, 2007
Vatnajökull aftur
Fór aftur uppá Vatnajökul líkt og síðustu helgi, drullaðst loksins uppá Hnjúkinn.
Í dag eru augun mín rauð og ég sé í móðu en þetta er að lagast. Ráð dagsins ekki labba uppá jökli í glampandi sól án sólgleraugna þá brennur maður inní augunum.
Neðri vörin er tvöföld ég veit ekki alveg af hverju ætli hún sé ekki brunnin. Samt sá ég ekkert á mestan hluta leiðarinnar það var sól upp fyrstu 1000 metrana síðan var bara snjór og þoka.
Vonandi koma einhverjar myndir.

|

þriðjudagur, maí 22, 2007
Good times


Svo mikil skræfa þori ekki að keyra svona dót


Hitti ástmann minn á fíl


Urðum blaksnillingar


Ódýr og góður matur

|

mánudagur, maí 21, 2007
Nýtt útlit og GSM
Er komin með nýtt gsm númer: 6604513

Veit að þetta fer með margar vinkonur mínar, en þið megið deleta öllum öðrum númerum úr símanum ykkar og setja þetta inn í staðinn.

|

sunnudagur, maí 20, 2007
Vatnajökull
Fór á suðvesturhluta Vatnajökuls um helgina, labbaði uppá Geirvötur og skíðaði niður, labbaði uppá Hágöngur og skíðaði niður, labbaði uppá Hágöngur og skíðaði niður, labbaði uppá Hágöngur og skíðaði niður og labbaði aftur uppá Hágöngur og skíðaði niður. Það var gaman. Krúsuðum síðan aðeins um jökulinn. Ég bjó til sveppasósu í fyrsta skiptið. Í morgun labbaði ég síðan uppá Kerlingu en þar var enginn snjór svo ég labbaði niður.
Það var sól og blíða.
Ég tók loksins með mér myndavél en þá gleymdi ég batteríinu heima í hleðslutækinu.

Nýju fjallaskíðin mín eru mega og megagaman

|

miðvikudagur, maí 16, 2007
Lítil kona
Ég er búin að vera stússast í fullorðinsmálum eins og eitt stykki íbúðarkaupum síðustu daga og þeir aðilar sem ég er að díla við kalla mig ítrekað elskuna sína og vinan. Ég veit að þessir aðilar meina ekkert leiðinlegt með þessu en svona er þetta bara. Karlkyns jafnaldri minn myndi aldrei þurfa að líða svona framkomu.

Ég er líka viss um að ef ég væri aðeins stærri þá myndi fólk ekki kalla mig elskuna sína, það er eins og maður sé 10 ára þegar maður situr þarna og nær ekki með fæturna niður á gólf, þó maður sé 26 ára verkfræðingur!

|

föstudagur, maí 11, 2007
Það sem maður á
Ég á ekki eitt húsgagn og ekkert heimilistæki, sem sagt ekkert sem hægt er að hafa inná heimili.
En ég á fullt af verðmætu geymsludótaríi, ég á eiginlega bara dót sem fer í geymsluna.

Svona hafa áherslurnar bara verið.


Ekki mitt dót samt

|

Síður

björk